Félagaskipti í íslenska fótboltanum - lokadagur

Frá og með 15. júlí var íslenski félagaskiptaglugginn opinn á ný og var það til 1. ágúst, eða þar til í gærkvöld. Tekið var við fullfrágengnum félagaskiptum til miðnættis.

Félagaskiptavakt mbl.is var í ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI í allan gærdag.

Enn er verið að staðfesta félagaskipti sem bárust í gær. Mbl.is hefur fylgst með öllu sem gerðist hjá liðunum og þessi frétt hefur verið uppfærð reglulega eftir því sem ný félagaskipti hafa verið staðfest hjá KSÍ. Hún er uppfærð áfram í dag á meðan staðfest félagaskipti bætast við.

Helstu breytingar síðustu daga:

1.8. Jose Figura, enski miðjumaðurinn sem hefur spilað með Tindastóli í sumar er genginn til liðs við 1. deildarlið BÍ/Bolungarvíkur.
1.8. Bandarískur markvörður, Terrance Dieterich, er genginn til liðs við 1. deildarlið Tindastóls. Anton Ari Einarsson, sem var í láni hjá Tindastóli frá Val er farinn aftur til Vals.
31.7. Fjölnismenn hafa fengið bandaríska framherjann Mark Magee, markahæsta leikmann Tindastóls í 1. deildinni í sumar, í sínar raðir.
31.7. Keflvíkingar hafa lánað miðjumanninn reynda Paul McShane til 2. deildarliðs Reynis í Sandgerði.
31.7. BÍ/Bolungarvík hefur stækkað sinn hóp með því að fá tvo leikmenn lánaða úr úrvalsdeildinni. Það eru Óskar Elías Óskarsson bakvörður úr ÍBV og Agnar Darri Sverrisson sóknarmaður úr Víkingi R.
31.7. Framherjinn Björk Gunnarsdóttir er komin í Stjörnuna eftir fimm ára fjarveru með Val og Breiðabliki. Hún hefur ekkert spilað í ár en hefur gert 86 mörk í 160 leikjum í efstu deild, þar af 58 mörk í 99 leikjum fyrir Stjörnuna. Stjarnan hefur líka endurheimt Ingu Birnu Friðjónsdóttur sem hefur verið í Danmörku en spilaði síðast með Stjörnunni 2012.
31.7. Varnarmaðurinn Þórður Steinar Hreiðarsson er kominn með leikheimild með Val en hann samdi við félagið á dögunum. Þórður hefur leikið með Breiðabliki undanfarin ár en spilaði með Locarno í Sviss í vetur.
31.7. Hlín Gunnlaugsdóttir, miðjumaður úr Breiðabliki, hefur verið lánuð til HK/Víkings. Hún hefur spilað níu leiki Breiðabliks í Pepsi-deildinni í sumar, átta þeirra í byrjunarliði.
30.7. Átján ára unglingalandsliðsmaður, Max Odin Eggertsson, er kominn til Selfyssinga frá Halmstad í Svíþjóð. Max lék með U17 ára landsliði Íslands árið 2012, undir stjórn Gunnars Guðmundssonar núverandi þjálfara Selfyssinga. Max lék líka með U19 ára landsliðinu í fyrra.
30.7. Einar Karl Ingvarsson, sem Valur fékk frá FH í gær, hefur verið lánaður til Grindavíkur út þetta tímabil.
30.7. Framherjinn Andri Björn Sigurðsson er farinn frá Þrótti R. til Selfoss. Andri skoraði 9 mörk fyrir Þrótt í 1. deildinni í fyrra en hefur ekki náð að komast á blað í deildinni í tíu leikjum í ár.
30.7. Fylkismenn hafa lánað kantmanninn Viktor Örn Guðmundsson til KA en hann hefur verið frá vegna meiðsla síðustu vikurnar.
30.7. Miðjumaðurinn Halldór Orri Hjaltason er farinn frá Þór til 2. deildarliðs Dalvíkur/Reynis. Halldór hefur spilað 8 leiki í Pepsi-deildinni í sumar.
30.7. Keflvíkingar hafa fengið varnarmanninn Aron Rúnarsson Heiðdal lánaðan frá Stjörnunni. Aron hefur verið í hópi Stjörnunnar í öllum leikjum Pepsi-deildarinnar í ár en ekki komið við sögu.
30.7. Bosníumaðurinn Kemal Cesa sem hefur leikið með Víkingum í Ólafsvík í sumar er farinn þaðan til 2. deildarliðs KF.
29.7. HK hefur fengið varnarmanninn Guðmund Þór Júlíusson lánaðan frá Fjölni en hann hefur spilað 4 leiki með Grafarvogsliðinu í úrvalsdeildinni í sumar.
29.7. Framherjinn Indriði Áki Þorláksson er kominn til liðs við FH-inga frá Val og hefur samið við þá til þriggja ára.
29.7. Einar Karl Ingvarsson, sem var í láni hjá Fjölni fyrri hluta tímabilsins, sneri aftur til FH og gekk í framhaldi af því til liðs við Valsmenn. Einar lék 8 leiki með Fjölni í úrvalsdeildinni og á alls 29 leiki að baki í deildinni.
29.7. Framherjinn reyndi Björgólfur Takefusa er kominn í raðir Þróttar eftir 11 ára fjarveru en hann hætti hjá Fram á dögunum. Björgólfur hóf meistaraflokksferilinn með Þrótti árið 1998 og lék þar til 2003.
29.7. Selfyssingar hafa fengið bakvörðinn Guðmund Friðriksson lánaðan frá Breiðabliki. Hann er tvítugur og lék fyrstu þrjá leiki Kópavogsliðsins í úrvalsdeildinni í vor.
29.7. Oliver Sigurjónsson, sem samdi við Breiðablik á dögunum eftir að hafa verið í þrjú ár hjá AGF í Danmörku, er orðinn löglegur með Kópavogsliðinu. Oliver er 19 ára miðjumaður.
29.7. Búlgararnir tveir sem hafa verið til reynslu hjá Víkingi R. eru komnir með leikheimild með félaginu. Þeir heita Iliyan Garov, þrítugur varnarmaður sem lék síðast með Lokomotiv Sofia, og Ventsislav Ivanov, 32 ára sóknarmaður, sem lék síðast með búlgarska B-deildarliðinu Montana.
29.7. Rakel Ýr Einarsdóttir er farin aftur frá Fylki í Breiðablik en hún kom til Árbæjarliðsins frá Blikunum í vetur. Hún lék 8 leiki í deildinni.
29.7. Víkingar í Reykjavík hafa lánað bakvörðinn Ómar Friðriksson til 1. deildarliðs Grindavíkur en hann hefur ekki fengið tækifæri síðan í fjórðu umferðinni í vor.
29.7. Valsmenn hafa lánað sóknarmanninn Arnar Svein Geirsson til 4. deildarliðsins KH sem hefur aðsetur á Hlíðarenda og er efst í sínum riðli deildarinnar. Arnar er á förum erlendis í nám.
28.7. Valsmenn hafa lánað varnarmanninn Matarr Jobe til Víkinga í Ólafsvík út tímabilið. Hann missti framan af tímabilinu vegna meiðsla og hefur aðeins spilað 2 leiki í úrvalsdeildinni í sumar.
28.7. Sóknarmaðurinn Andri Júlíusson, sem hefur leikið í neðri deildum í Noregi undanfarin tvö og hálft ár, er kominn til liðs við Skagamenn á ný. Hann lék með þeim til 2010 en svo með Fram í eitt ár.
26.7. Skoski framherjinn Steven Lennon er genginn til liðs við FH eftir eins árs dvöl hjá Sandnes Ulf í Noregi en hann lék áður með Fram í tvö ár. Lennon er löglegur fyrir leik FH gegn Fylki á sunnudagskvöld.

Hér fyrir neðan er heildaryfirlit yfir allar breytingar á liðum Pepsi-deildar karla, Pepsi-deildar kvenna og 1. deildar karla þar sem sjá má hverjir hafa komið og farið frá 15. júlí.

Breytingar á liðunum í sumar:

PEPSI-DEILD KARLA:

FH

Indriði Áki Þorláksson frá Val
Jonathan Hendrickx frá Fortuna Sittard (Hollandi)
Steven Lennon frá Sandnes Ulf (Noregi)

Albert Brynjar Ingason í Fylki (lán)
Einar Karl Ingvarsson í Val (var í láni hjá Fjölni)
Kristján Gauti Emilsson til NEC Nijmegen (Hollandi)

STJARNAN

Jóhann Laxdal frá Ull/Kisa (Noregi)
Rolf Toft frá AaB (Danmörku)

Aron Grétar Jafetsson í Keflavík
Aron Rúnarsson Heiðdal í Keflavík (lán)
Baldvin Sturluson í Breiðablik (lán)
Jeppe Hansen í Fredericia (Danmörku)
Hilmar Þór Hilmarsson í Keflavík (lán)

KR

Björn Þorláksson frá KV (úr láni)

Baldvin Benediktsson í KV (lán)
Þorsteinn Már Ragnarsson í Víking Ó. (lán)

VÍKINGUR R.

Iliyan Garov frá Lokomotiv Sofia (Búlgaríu)
Michael Abnett frá Herstham (Englandi)
Páll Olgeir Þorsteinsson frá Breiðabliki (lán)
Ventsislav Ivanov frá Montana (Búlgaríu)

Agnar Darri Sverrisson í BÍ/Bolungarvík (lán)
Ómar Friðriksson í Grindavík (lán)

KEFLAVÍK

Aron Grétar Jafetsson frá Stjörnunni
Aron Rúnarsson Heiðdal frá Stjörnunni (lán)
Hilmar Þór Hilmarsson frá Stjörnunni (lán)

Andri Fannar Freysson í Njarðvík (lán)
Paul McShane í Reyni S. (lán)

VALUR

Anton Ari Einarsson frá Tindastóli (úr láni)
Billy Berntsson frá Rosengård (Svíþjóð)
Daði Bergsson frá NEC Nijmegen (Hollandi)
Einar Karl Ingvarsson frá FH (lánaður til Grindavíkur)
Tonny Mawejje frá Haugesund (Noregi) (lán)
Þórður Steinar Hreiðarsson frá Locarno (Sviss)

Andri Fannar Stefánsson í Leikni R. (lán)
Arnar Sveinn Geirsson í KH (lán)
Fannar Bjarki Pétursson í Leikni F.
Indriði Áki Þorláksson í FH
Matarr Jobe í Víking Ó. (lán)
Ragnar Þór Gunnarsson í Selfoss (lán)

BREIÐABLIK

Baldvin Sturluson frá Stjörnunni (lán)
Gunnlaugur Hlynur Birgisson frá Club Brugge (Belgíu)
Oliver Sigurjónsson frá AGF (Danmörku)

Guðmundur Friðriksson í Selfoss (lán)
Páll Olgeir Þorsteinsson í Víking R. (lán)

FJÖLNIR

Arnar Freyr Ólafsson frá Leikni R. (úr láni)
Ágúst Örn Arnarson frá Selfossi (úr láni)
Magnús Páll Gunnarsson frá Haukum
Mark Magee frá Tindastóli

Einar Karl Ingvarsson í FH (úr láni)
Guðmundur Þór Júlíusson í HK (lán)
Júlíus Orri Óskarsson í Vængi Júpíters (lán)
Marinó Þór Jakobsson í Vængi Júpíters

FYLKIR

Albert Brynjar Ingason frá FH (lán)
Egill Trausti Ómarsson frá Aftureldingu (lánaður til ÍR)

Viktor Örn Guðmundsson í KA (lán)

ÍBV

Andri Ólafsson frá Grindavík
Isak Nylén frá Brommapojkarna (Svíþjóð) (lán)
Þórarinn Ingi Valdimarsson frá Sarpsborg (Noregi) (úr láni)

Óskar Elías Óskarsson í BÍ/Bolungarvík (lán)

FRAM

Hafþór Mar Aðalgeirsson frá Selfossi (úr láni)

Björgólfur Takefusa í Þrótt R. (lán)
Einar Már Þórisson í KV
Guðmundur Magnússon í HK (lán)
Jökull Steinn Ólafsson í KF (lán)
Ögmundur Kristinsson í Randers (Danmörku)

ÞÓR

Arnþór Hermannsson í Völsung (lán)
Bjarki Þór Jónasson í  Völsung (lán)
Halldór Orri Hjaltason í Dalvík/Reyni


1. DEILD KARLA:


LEIKNIR R.

Andri Fannar Stefánsson frá Val (lán)
Ögmundur Ólafsson frá Þrótti R.

Arnar Freyr Ólafsson í Fjölni (úr láni)
Birkir Björnsson í Reyni S. (lán)

ÍA

Andri Júlíusson frá Staal-Jorpeland (Noregi)

Einar Logi Einarsson í Kára

HK

Guðmundur Þór Júlíusson frá Fjölni (lán)
Guðmundur Magnússon frá Fram (lán)

Alexander Lúðvígsson í KH (lán)
Birgir Magnússon í Ægi (lán)
Steindór Snær Ólason í Breiðablik (úr láni)

KA

Edin Beslija frá KF (lán)
Viktor Örn Guðmundsson frá Fylki (lán)

Jón Heiðar Magnússon í Magna (lán)
Kristján Freyr Óðinsson í Dalvík/Reyni (lán)

ÞRÓTTUR R.

Björgólfur Takefusa frá Fram (lán)
Hilmar Ástþórsson frá ÍH

Andri Björn Sigurðsson í Selfoss
Davíð Stefánsson í ÍH
Ingólfur Sigurðsson í KV (lán)

VÍKINGUR Ó.

Alejandro Vivancos frá Spáni
Joey Spivack frá Kemi (Finnlandi)
Matarr Jobe frá Val (lán)
Þorsteinn Már Ragnarsson frá KR (lán)

Kemal Cesa í KF

HAUKAR

Alexander Freyr Sindrason í ÍR
Arnar Aðalgeirsson í Njarðvík (lán)
Marteinn Gauti Andrason í Ægi
Ómar Karl Sigurðsson í Njarðvík

KV

Aron Már Smárason frá KFG
Baldvin Benediktsson frá KR (lán)
Einar Már Þórisson frá Fram
Guðmundur Óli Steingrímsson frá KFG
Ingólfur Sigurðsson frá Þrótti R. (lán)
Kristófer Ernir Geirdal frá Hamri

Björn Þorláksson í KR (úr láni)
Gunnar Wigelund í Aftureldingu

GRINDAVÍK

Daði Lárusson frá FH
Einar Karl Ingvarsson frá Val (lán)
Ómar Friðriksson frá Víkingi R. (lán)

Andri Ólafsson í ÍBV
Benóný Þórhallsson í Hamar (lán)
Michael J. Jónsson í Ægi

SELFOSS

Andri Björn Sigurðsson frá Þrótti R.
Guðmundur Friðriksson frá Breiðabliki (lán)
Max Odin Eggertsson frá Halmstad (Svíþjóð)
Ragnar Þór Gunnarsson frá Val (lán)

Ágúst Örn Arnarson í Fjölni (úr láni)
Hafþór Mar Aðalgeirsson í Fram (úr láni)
Ingvi Rafn Óskarsson í Ægi (lán)
Kolbeinn Kristinsson í Aftureldingu (lán)

BÍ/BOLUNGARVÍK

Agnar Darri Sverrisson frá Víkingi R. (lán)
Goran Jovanovski frá Makedóníu
Jose Figura frá Tindastóli
Orlando Bayona frá San Antonio Scorpions (Bandaríkjunum)
Óskar Elías Óskarsson frá ÍBV (lán)
Phil Saunders frá Bandaríkjunum
Sigþór Snorrason frá Létti

TINDASTÓLL

Ben Griffiths frá Bandaríkjunum
Björn M. Aðalsteinsson frá Hamri
(fór í Elliða eftir einn leik með Tindastóli)
Ingvi Rafn Ingvarsson frá Kormáki/Hvöt
Terrance Dieterich frá Bandaríkjunum

Anton Ari Einarsson í Val (úr láni)
Jose Figura í BÍ/Bolungarvík
Mark Magee í Fjölni


PEPSI-DEILD KVENNA:


STJARNAN

Björk Gunnarsdóttir frá Breiðabliki
Helga Franklínsdóttir frá Fjölni (úr láni)
Inga Birna Friðjónsdóttir frá Danmörku

Edda María Birgisdóttir í Aftureldingu (lán)

ÞÓR/KA

Arna Benný Harðardóttir frá Hömrunum

Oddný K. Hafsteinsdóttir í Hött

BREIÐABLIK

Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir frá HK/Víkingi (úr láni - lánuð til ÍA)
Halla Margrét Hinriksdóttir frá ÍA (úr láni)
Rakel Ýr Einarsdóttir frá Fylki

Björk Gunnarsdóttir í Stjörnuna
Hlín Gunnlaugsdóttir í HK/Víking (lán)
Sandra Sif Magnúsdóttir í FH

VALUR

Berglind Rós Ágústsdóttir frá Aftureldingu (úr láni)
Birna Kristjánsdóttir frá ÍR
Hallbera Guðný Gísladóttir frá Torres (Ítalíu)
Katla Rún Arnórsdóttir frá Aftureldingu (úr láni)

María Soffía Júlíusdóttir í HK/Víking (lán)

FYLKIR

Þóra B. Helgadóttir frá Rosengård (Svíþjóð)

Hanna María Jóhannsdóttir í Hauka (lán)
Íris Dögg Gunnarsdóttir í FH (lán)
Rakel Ýr Einarsdóttir í Breiðablik
Signý Rún Pétursdóttir í ÍR (lán)

SELFOSS

Engar breytingar ennþá.

ÍBV

Ariana Calderon frá Bandaríkjunum
Natasha Anasi frá Bandaríkjunum

FH

Íris Dögg Gunnarsdóttir frá Fylki (lán)
Margrét Sveinsdóttir frá Danmörku
Sandra Sif Magnúsdóttir frá Breiðabliki

Jóhanna S. Gústavsdóttir til Noregs

AFTURELDING

Courtney Conrad frá Kanada
Dagrún Björk Sigurðardóttir frá Þýskalandi
Edda María Birgisdóttir frá Stjörnunni (lán)
Heiðrún Sunna Sigurðardóttir frá Þýskalandi
Kristín Ösp Sigurðardóttir frá Haukum
Petra Lind Sigurðardóttir frá Fjarðabyggð

Berglind Rós Ágústsdóttir í Val (úr láni)
Brynja Dögg Sigurpálsdóttir í Hött (lán)
Eva Rún Þorsteinsdóttir í Hött (lán)
Katla Rún Arnórsdóttir í Val (úr láni)

ÍA

Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir frá Breiðabliki (lán)

Halla Margrét Hinriksdóttir í Breiðablik (úr láni)
Ingunn Dögg Eiríksdóttir til Írlands

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert