Indriði Áki kominn til FH

Indriði Áki með Heimi Guðjónssyni, þjálfara FH í dag.
Indriði Áki með Heimi Guðjónssyni, þjálfara FH í dag. Mynd/FHingar.net

FH-ingar hafa fengið til sín framherjann unga og efnilega Indriða Áka Þorláksson frá Valsmönnum. Þetta var staðfest á vefsíðu FH-inga í dag en Indriði gerir þriggja ára samning við félagið.

Indriði Áki er fæddur árið 1995 og hefur leikið samtals 29 leiki fyrir Val í deild og bikar og skorað í þeim níu mörk. Í sumar hefur Indriði leikið átta leiki og skorað eitt mark.

Mikil umskipti hafa orðið á framherjum FH-inga í félagsskiptaglugganum. Indriði er annar framherjinn sem FH kaupir í glugganum en á dögunum gekk skoski framherjinn, Steve Lennon til liðs við félagið. Áður höfðu þeir Albert Brynjar Ingason og Kristján Gauti Emilsson, framherjar farið frá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert