Framarar úr fallsæti

Frá viðureign Fram og Keflavíkur fyrr í sumar.
Frá viðureign Fram og Keflavíkur fyrr í sumar. mbl.is/Styrmir Kári

Keflvíkingar tók á móti Frömurum suður með sjó í kvöld í Pepsi-deild karla og urðu lokatölur 4:2 fyrir Fram en með sigrinum komust Framarar úr fallsæti. Keflvíkingar er hins vegar komnir í bullandi fallbaráttu eftir tapið.

Keflvíkingar voru sterkari í fyrri hálfleik og uppskáru mark eftir 35. mínútna leik þegar að Hörður Sveinsson skoraði gott mark. Hörður hafði þar betur í skallaeinvígi við markvörð Framara, Denis Cardaklija og skallaði sendingu Bojans Stefáns Ljubicic í netið.

Framarar hófu síðari hálfleikinn af krafti og jöfnuðu metin eftir einungis fimm mínútna leik með marki frá varamanninum Hafsteini Briem sem kom inn á í hálfleik en hann skallaði þá frábæra sendingu Hauks Baldvinssonar í netið.

Átta mínútum síðari skoraði Aron Bjarnason eftir mistök Halldórs Kristins Halldórssonar í vörn Keflvíkinga en hann missti þá boltann á slæmum stað á miðjunni. Boltinn hrökk til Guðmundar Steins Hafsteinssonar sem renndi boltanum á Aron Bjarnason sem kláraði færið óaðfinnanlega.

Jóhannes Karl Guðjónsson kom Frömurum í 3:1 með frábæru skoti úr aukaspyrnu af 30 metra fær. Guðmundur Steinn Hafsteinsson bætti fjórða markinu við fyrir Framara á 85. mínútu en Hörður Sveinsson minnkaði muninn fyrir Keflavík einungis mínútu síðar. Fleiri mörk voru ekki skoruð og urðu 4:2 lokatölur fyrir Safamýrarpilta.

Framarar komust með sigrinum upp úr fallsæti á kostnað Fjölnismanna og hafa 18 stig. Keflavíkurliðið er nú komið í bullandi fallbaráttu en liðið hefur 19 stig í 9. sætinu og er þremur stigum frá Fjölnismönnum sem sitja í fallsæti með 16 stig.

Þá má fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í ÍSLENSKI BOLT­INN Í BEINNI hér á mbl.is

Keflavík 2:4 Fram opna loka
90. mín. Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Fram) fær gult spjald
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert