Rúnar: Fín þrjú stig í „sæmilegu“ veðri

„Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur.  Fín þrjú stig og mikill baráttuleikur í sæmilegu veðri. Það var gott að klára þennan leik,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir 2:0 sigur Garðbæinga á Keflvíkingum í Pepsi-deildinni í kvöld.

„Þeir voru vel skipulagðir en við fengum fullt af möguleikum upp kantana báðum megin í fyrri hálfleik og eiginlega allan leikinn. Það kom mér svolítið á óvart hvernig þeir lögðu það upp. Við fengum frjálsa rennibraut þarna upp vængina,“ sagði Rúnar en hann geymdi Ólaf Karl Finsen á bekknum í dag.

„Það hefur verið mikið álag á Óla síðustu vikur og í sumar. Það var kærkomið að geta hvílt hann. Hann var eitthvað slæmur í kálfunum og hefur verið þungur það svo við ákváðum að hvíla hann. það er mikið álag framundan,“ sagði Rúnar en Stjarnan leikur gegn Víkingi R. á fimmtudag og gegn Fjölni eftir viku. Nánar er rætt við Rúnar í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert