Fjölnir - Stjarnan frestað vegna veðurs

Fjölnir og Stjarnan eiga að mætast í dag, en leiknum …
Fjölnir og Stjarnan eiga að mætast í dag, en leiknum verður líklega frestað. mbl.is/Ómar

Leik Fjölnis og Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í knattspyrnu hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna veðurs, en leikurinn á að hefjast klukkan 16.00 eins og aðrir leikir í 20. umferð deildarinnar. Dómarar leiksins í Grafarvogi í samvinnu við KSÍ tóku þessa ákvörðun. 

Tæknilið Stöðvar 2 Sports hafði stillt öllu upp á Fjölnisvellinum fyrir beina útsendingu, en myndatökumennirnir hefðu verið settir í hættu með því að standa uppi á gámunum þar sem vindhviður geta farið upp í næstum 30 metra á sekúndu.

Ekki liggur fyrir hvenær leikurinn fer fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert