Telur Denis hafa átt að gera betur

„Leiknismenn áttu fyrri hálfleikinn eins og hann lagði sig en þrátt fyrir það náðu þeir ekki búa sér til nein færi úr því. Þeir voru grimmari og ákveðnari út um allt og pökkuðu okkur svo saman,“ sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Víkinga eftir 2:0 tap gegn Leikni í Pepsi-deild karla í kvöld.

„Þeir fá mark eftir hornspyrnu þar sem við eigum að gera betur. Svo fá þeir mark snemma í síðari hálfleik sem mér fannst við hafa átt að koma í veg fyrir en eftir það fannst mér við eiga leikinn,“ sagði Ólafur sem telur að Denis Cardaklija, markvörður sinn, hafi átt að gera betur í öðru markinu en hann réð ekki við þrumuskot Charley Fomen beint úr aukaspyrnu.

„Ég á eftir að sjá þetta í sjónvarpinu en ég tel það að hann hafi átt að gera betur í öðru markinu,“ sagði Ólafur en nánar er rætt við hann í ofanverðu myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert