Erfiður en lærdómsríkur tími í Kaupmannahöfn

Kristján Flóki Finnbogason
Kristján Flóki Finnbogason mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

„Ég er bara heima hjá mér,“ sagði Kristján Flóki Finnbogason, framherji FH-inga, um það hvernig tilfinningin væri að spila fyrir FH aftur. Heima er jú vissulega best. Kristján Flóki, eða Flóki, eins og hann er jafnan kallaður, sneri aftur til uppeldisfélagsins í vor eftir tæplega tveggja ára veru hjá einu stærsta félagi Norðurlandanna, FC København. Flóki er leikmaður 8. umferðar í Pepsi-deild karla í knattspyrnu hjá Morgunblaðinu.

Flóki átti stórgóðan leik fyrir FH gegn ÍBV í Vestmannaeyjum og skoraði í leiknum sína fyrstu þrennu í meistaraflokki og fékk fyrir vikið tvö M hjá Morgunblaðinu.

Flóki hefur byrjað fjóra leiki af átta hjá FH í deildinni á tímabilinu og hefur skorað í þeim fjögur mörk. Hann segist alltaf vera ánægður ef hann kemst í byrjunarliðið hjá FH sem hefur á að skipa afar sterkum leikmannahópi og samkeppnin er hörð. En þrenna hefur þó aldrei gert nokkrum manni mein.

„Það er mjög gott að geta sett nokkur mörk. Ég er líka bara ánægður að hafa komist í liðið fyrir leikinn. Við erum með góða breidd og það getur alltaf komið maður í manns stað. Markmiðið hjá mér er að skora sem mest,“ sagði Flóki en hann er ekki með neinn ákveðinn markafjölda í huga eins og margir kollegar hann í fremstu víglínu.

Sjá nánar ítarlegt viðtal við Kristján Flóka í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag og þar er líka birt úrvalslið blaðsins úr 8. umferð deildarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert