KA sigraði BÍ/Bolungarvík

Juraj Grizelj og Dion Jeremy Acoff í baráttunni í síðustu …
Juraj Grizelj og Dion Jeremy Acoff í baráttunni í síðustu viku..

KA átti í litlum vandræðum með BÍ/Bolungarvík og sigraði 2:0 í 1. deild karla á Akureyrarvellinum í dag.

KA er í 3. sæti með 14 stig eftir sigurinn, einu stigi fyrir ofan Víking Ó. sem á leik til góða gegn Þór. BÍ/Bolungarvík er í bullandi fallbaráttu í 11. sæti með 3 stig.

KA hóf leikinn af krafti og komst í forystu strax á 7. mínútu með marki Hilmars Trausta. KA var alltaf sterkari aðilinn og átti helmingi fleiri skot en BÍ/Bolungarvík sem átti ekk stakt skot á markið. Ævar Ingi Jóhannesson kom KA í 2:0 á 67. mínútu og þar við sat.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

67 MARK! KA BÍ/Bolungarvík Ævar Ingi Jóhannesson skoraði verðskuldað mark fyrir KA og staðan orðin 2:0.

62. KA er enn í 1:0 forystu og er sterkari aðilinn með 8 skot gegn 4. Ekkert skot BÍ/Bolungarvíkur hefur farið á rammann.

Hálfleikur

30. Staðan er enn 1:0 KA í vil. KA hefur átt 4 marktilraunir og BÍ/Bolungarvík 3.

7. MARK! KA 1:0 BÍ/Bolungarvík Hilmar Trausti Arnarsson skorar.

1. Leikurinn er hafinn. Hann er einnig í beinni lýsingu á úrslit.net og við styðjumst við upplýsingar þaðan.

Byrjunarlið KA: Srdjan Rajkovic (M), Callum Williams, Hilmar Trausti Arnarsson, Atli Sveinn Þórarinsson (F), Ævar Ingi Jóhannesson, Elfar Árni Aðalsteinsson, Juraj Grizelj, Jóhann Helgason, Davíð Rúnar Bjarnason, Hrannar Björn Steingrímsson, Archange Nkumum

Byrjunarlið BÍ/Bolungarvíkur: Fabian Broich (M), José Carlos Perny Figura, Loic Cédric Mbang Ondo, Sigurgeir Sveinn Gíslason, David Cruz Fernandez, Joseph Thomas Spivack, Aaron Walker, Daniel Osafu-Badu, Pétur Bjarnason, Rodchil Junior Prevalus, Elmar Atli Garðarsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert