Fannst þær eiga meira skilið

„Ég er ósáttur með tapið. Mér fannst við eiga mjög góðan leik í dag,“ sagði Ian Jeffs, þjálfari ÍBV í samtali við mbl.is eftir 1:0 tap liðsins fyrir Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í Eyjum í kvöld.

„Mér fannst við betri í fyrri hálfleik, vorum meira með boltann og sköpuðum okkur fleiri færi. Í seinni hálfleik opnast leikurinn meira en mér fannst ekki sanngjarnt að við skyldum tapa leiknum. Við áttum að lágmarki jafntefli skilið.“

Hann veit ekki hvað honum fannst um sigurmark Stjörnunnar en einhverjir töldu að um rangstöðu hefði verið að ræða. „Ég hef ekki séð það aftur og nenni ekki að kommenta á það, ég þarf að sjá það aftur. En það skiptir ekki máli, þær skoruðu. Það var einhver misskilningur eða ég veit ekki hvað gerðist.“

Jeffs segist vera að mestu leyti ánægður með byrjun ÍBV á mótinu og spilamennsku liðsins hingað til.

Nánar er rætt við Jeffs í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert