Evrópuleikir í Ólafsvík

Víkingar frá Ólafsvík taka þátt í Evrópukeppni.
Víkingar frá Ólafsvík taka þátt í Evrópukeppni. mbl.is/Eggert

Í gær var dregið í riðla fyrir Evrópukeppni meistaraliða í innifótbolta, futsal, en Íslandsmeistarar Víkings frá Ólafsvík eru fulltrúar Íslands í keppninni.

Ólafsvíkingum hefur verið falið að halda einn af undanriðlum keppninnar á heimavelli sínum, íþróttahúsinu í Ólafsvík, dagana 25.-30. ágúst.

Þeir leika þar í riðli með Hamburg Panthers frá Þýskalandi, Flamurtari Vlorë frá Albaníu og Differdange frá Lúxemborg.

Sigurlið riðilsins fer í aðalkeppnina og spilar þar í riðli í Rúmeníu í september ásamt heimaliðinu Targu Mures, úkraínska liðinu Lokomotiv Kharkov og einum öðrum sigurvegara úr undankeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert