Chijindu til Keflvíkinga

. Chukwudi Chijindu fagnar marki fyrir Þór.
. Chukwudi Chijindu fagnar marki fyrir Þór. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Bandaríski knattspyrnumaðurinn Chukwudi Chijindu, sem lék með Þór frá 2012 til 2014, er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið Keflvíkinga og verður löglegur með því 15. júlí. Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta.

Chuck, eins og hann er jafnan kallaður, var mjög drjúgur með Þór í 1. deildinni 2012 og úrvalsdeildinni 2013 en náði sér ekki eins vel á strik síðasta sumar. Hann skoraði 10 mörk í úrvalsdeildinni 2013 en komst ekki á blað síðasta sumar þegar hann missti mikið úr vegna meiðsla.

Chuck er 29 ára gamall og hefur leikið með nokkrum bandarískum liðum á ferlinum, m.a. eð Chivas USA í MLS-deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert