Viðhorf á laugardegi: Hliðarskrefin á réttum tíma?

Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason færðu sig um set í …
Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason færðu sig um set í sumar og leika með Nantes og Basel á komandi keppnistímabili. Eggert Jóhannesson

Aldrei áður hafa jafnmargir íslenskir landsliðsmenn karla í knattspyrnu verið á faraldsfæti á einu og sama sumrinu. Þegar enn eru einar sex vikur eftir þar til lokað verður fyrir félagaskiptin hafa níu leikmenn sem hafa verið í landsliðshópnum í ár skipt um félag.

Og það er alveg viðbúið að einhverjir bætist í hópinn áður en „glugganum“ fræga verður krækt aftur í byrjun september og hlerarnir settir fyrir hann áður en vetrarstormarnir skella á.

Segja má að ekki hafi allir farið troðnar slóðir í sínum ákvörðunum þetta sumarið. Vissulega liggja mismunandi ástæður á bakvið félagaskipti einstakra leikmanna en það er dálítið merkilegt hve mörg „hliðarskref“ hafa verið tekin og jafnvel skref sem sumir myndu vilja flokka sem skref afturbak.

En þá er líka rétt að hafa í huga að stundum þurfa þeir sem ætla sér lengra að taka eitt skref afturbak eða til hliðar til að byrja með. Kannski verður það raunin hjá sumum af „strákunum okkar“.

Hvað veldur því að svona margir skipta um félag einmitt núna? Hefur kannski velgengni landsliðsins í undankeppni Evrópumótsins úrslitaáhrif hjá sumum þeirra? Eru þeir að freista þess að koma sér betur fyrir – vera þar sem þeir spila örugglega sem allra mest og eiga möguleika á að vera í sem bestu standi ef draumurinn rætist og þeir verða á stóra sviðinu í Frakklandi næsta sumar?

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert