Vinnur KR Val í þriðju tilraun?

Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR.
Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR. mbl.is/Styrmir Kári

Heil umferð fer fram í Pepsí-deild karla í knattspyrnu í dag og eftir hana skellur á landsleikjafrí. Toppliðin þrjú í deildinni, FH, Breiðablik og KR, eiga öll heimaleiki. FH tekur á móti Víkingi í Krikanum, Breiðablik fær nýliða Leiknis í heimsókn í Kópavoginn og KR fær kjörið tækifæri til að snúa við blaðinu gegn Valsmönnum þegar liðin mætast í Frostaskjólinu. Valur hefur unnið KR-inga tvívegis á tímabilinu, 3:0 í deildinni á heimavelli og 2:0 í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli.

Keflvíkingar fá líklega síðasta tækifæri sitt til að bjarga sér frá falli, en þeir sækja ÍBV heim í sannkölluðum fallbaráttuslag. Eini sigurleikur Keflavíkur á tímabili kom einmitt á móti Eyjamönnum í 7. umferð deildarinnar. Fylkismenn fá Skagamenn í heimsókn í Lautina og með sigri í þeim leik styrkir ÍA stöðu sína í deildinni. Í Grafarvogi tekur spútniklið Fjölnis á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert