Eru ekki allir að bíða eftir 12. desember?

Byrjunarlið Íslands gegn Hollendingum í gær.
Byrjunarlið Íslands gegn Hollendingum í gær. mbl.isSkapti Hallgrimsson

Þó svo að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sé ekki búið að tryggja sér farseðilinn í úrslitakeppni EM í Frakklandi á næsta ári þá eru Íslendingar farnir að velta fyrir sér sumarfríinu næsta sumar.

Ísland þarf eitt stig úr leikjunum þremur sem það á eftir til tryggja EM sætið og meiri líkur en minni er að það gerist á sunnudaginn en þá tekur íslenska liðið á móti Kasakstan.

Þann 12. desember verður dregið í riðla í úrslitakeppni Evópumótsins en í fyrsta skipti  keppa 24 lið til úrslita. Liðin verða dregin í sex fjögurra liða riðla þar sem tvö efstu liðin komast áfram og þau fjögur sem ná bestum árangri í þriðja sætinu fara áfram í 16-liða úrslitin.

Úrslitakeppnin í Frakklandi fer fram á bilinu 10. júní til 10. júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert