Valur og ÍBV slást um Rasmus

Rasmus Christiansen er væntanlega á förum frá KR.
Rasmus Christiansen er væntanlega á förum frá KR. mbl.is/Eva Björk

Ekki liggur enn ljóst fyrir hvar danski miðvörðurinn Rasmus Christiansen spilar á næstu leiktíð. Daninn er samningsbundinn KR til loka árs 2016 en bæði Valur og ÍBV hafa gert KR-ingum tilboð í leikmanninn sem KR hefur samþykkt samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Christiansen lék 17 leiki KR-liðsins í Pepsí-deildinni í sumar en KR-ingar eru tilbúnir að láta hann fara. Indriða Sigurðssyni er ætlað að fylla skarð hans í vörn Vesturbæjarliðsins á næstu leiktíð en Indriði lék sinn síðasta leik með norska liðinu Viking í fyrrakvöld en var áður búinn að skrifa undir samning við KR-inga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert