Þróttur framlengdi samninginn við Ryder

Gregg Oliver Ryder fagnar sæti í efstu deild í haust.
Gregg Oliver Ryder fagnar sæti í efstu deild í haust. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Þróttur í Reykjavík sem leikur í Pepsí-deild karla í knattspyrnu næsta sumar hefur framlengt samninginn við þjálfarann Gregg Ryder. 

Ryder, sem er enskur og aðeins 27 ára gamall, tók við liði Þróttar fyrir tímabilið 2014, eftir að hafa starfað hjá ÍBV í þrjú ár, og kom því upp úr 1. deildinni síðasta haust. Gildir nýr samningur til ársins 2017.

 Í yfirlýsingu frá félaginu kveðst Ryder vera afar ánægður með niðurstöðuna og segist vera fullur tilhlökkunar gagnvart verkefni næsta sumars í efstu deild. Ryder segir metnaðinn hjá félaginu skipta máli og segir félagið hafa sýnt þann metnað í verki í leikmanna- og starfsmannamálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert