Alfreð fékk 20 mínútur

Alfreð Finnbogason með treyju Augsburg.
Alfreð Finnbogason með treyju Augsburg. Ljósmynd/.fcaugsburg.de

Alfreð Finnbogason lék sinn fyrsta leik í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í dag eftir að hann gekk til liðs við Augsburg í vikunni. Hann kom inn á sem varamaður þegar 20 mínútur voru eftir af leik Augsburg og Ingolstadt í dag á heimavelli þeirra síðarnefndu. 

Alfreð og félagar máttu sætta sig við tap, 2:1, þar sem Moritz Hartmann skoraði fyrir heimaliðið  úr vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok. Hans fjórða mark úr vítaspyrnu á leiktíðinni. 

Augsburg er í 13. sæti af 18 liðum deildarinnar með 21 stig eftir 20 leiki. Ingolstadt er í 9. sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert