Fann fyrir leiða og ligg undir feldi

Mist Edvardsdóttir.
Mist Edvardsdóttir. Ljósmynd/KSÍ

„Ég ligg undir feldi þessa dagana. Ég er bara aðeins óviss með sjálfa mig, og hvað ég vil gera, en mun ákveða mig á næstunni. Þetta er bara smáleiðatilfinning sem ég fékk.“

Þetta sagði Mist Edvardsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og fyrirliði Vals á síðustu leiktíð. Hún hefur ekkert leikið með Valsliðinu það sem af er undirbúningstímabili og er óákveðin varðandi næsta sumar:

„Það hefur vantað aðeins upp á löngunina, og það er ekki gott fyrir neinn ef maður er ekki í þessu af heilum huga. Mér finnst líklegt að ég verði með, en ég verð að taka ákvörðun fljótlega,“ sagði Mist. Hún sigraðist á krabbameini árið 2014 en segir veikindin engu skipta nú:

„Ekki nema að því leyti að ég neyddist til að taka mér nokkurra mánaða pásu frá fótboltanum eftir meðferðina, og kynntist lífinu aðeins á annan hátt.“ sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert