Bikarslagur 1. deildarliða fyrir austan?

Leiknir á Fáskrúðsfirði er nýliði í 1. deild karla.
Leiknir á Fáskrúðsfirði er nýliði í 1. deild karla. Ljósmynd/Jóhanna Kristín Hauksdóttir

Dregið hefur verið til fyrstu tveggja umferðanna í bikarkeppni karla í knattspyrnu, Borgunarbikarsins, en þar með liggur fyrir hvaða leið liðin utan efstu deildar þurfa að fara til að komast í 32ja liða úrslitin.

Nokkur liða 1. deildar karla eiga fyrir höndum frekar auðveld verkefni. Þau mæta  til leiks í 2. umferð og leika þar flest gegn liðum úr neðri deildunum sem þurfa að fara í gegnum 1. umferðina.

Reyndar þurfa nýliðar Leiknis á Fáskrúðsfirði að spila í 1. umferðinni, einir 1. deildarliðanna, og mæta þar 2. deildarliði Sindra frá Hornafirði. Fyrsta umferðin er leikin dagana 30. apríl og 1. maí.

Vinni Leiknismenn þann leik mæta þeir nágrönnum sínum í Fjarðabyggð og það yrði þá eina viðureignin milli 1. deildarliða í 2. umferð keppninnar.

Liðin í 1. deild karla (feitletruð) eiga þessa leiki fyrir höndum í 2. umferðinni 9. til 11. maí.

Haukar - Kóngarnir eða KFR
Fram - Afturelding
Stokkseyri eða Skallagrímur - Keflavík
Ýmir eða Örninn - Grindavík
Höttur eða Einherji - Huginn
Hvíti riddarinn eða Gnúpverjar - HK
Selfoss - Kári eða Njarðvík
Fjarðabyggð - Leiknir F. eða Sindri
Þór - Völsungur eða Nökkvi
Leiknir R. - Léttir eða Kjalnesingar
KA - Dalvík eða  Tindastóll

Drátturinn í 1. og 2. umferð í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert