„Dómarar eiga hvorki að gefa stig né safna þeim sjálfir“

Bjarni Jóhannsson þjálfari Eyjamanna var öskureiður eftir leik sinna manna gegn Víkingi Ólafsvík þar sem lokatölur urðu 1:1 í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í Eyjum í kvöld. Bjarni vill meina að sínir menn hafi einfaldlega verið rændir stigi.

„Nei, ég er ekki sáttur við stigið og hvernig þetta þróaðist þá er ég ekki sáttur við þetta. Þetta var náttúrlega mjög kröftugur leikur en mér fannst svona þegar leið á leikinn við vera allan tímann líklegri. Síðan erum við náttúrlega bara rændir sigrinum. Þetta er þannig að Víkingar fara með eitt stig, dómarinn fer með eitt stig og við sitjum eftir með eitt stig,“ sagði Bjarni.

„Dómarar eiga hvorki að gefa stig né safna þeim sjálfir,“ sagði Bjarni enn fremur.

Nánar er rætt við Bjarna í myndskeiðinu hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert