HK/Víkingur fær vænan liðstyrk

Heiða Dröfn Antonsdóttir fagnar marki með fyrrum liðsfélögum sínum hjá …
Heiða Dröfn Antonsdóttir fagnar marki með fyrrum liðsfélögum sínum hjá Val. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heiða Dröfn Antonsdóttir, sem var á mála Val sem leikur í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu, er gengin í raðir HK/Víkings sem leikur í 1. deild kvenna og stendur þar í baráttu um að tryggja sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar. 

Heiða Dröfn gekk til liðs við Val frá FH fyrir síðustu leiktíð og spilaði þá alla leiki liðsins í deild og bikar. Hún lék svo tvo leiki fyrir Val í vor, en kom svo ekkert við sögu og nýverið tilkynnti Ólafur Tryggvi Brynjólfsson, þjálfari Vals, að hún væri hætt hjá félaginu. 

Heiða Dröfn hefur nú fengið leikheimild með HK/Víkingi sem er í öðru sæti A-riðils 1. deildar kvenna með 24 stig, tveimur stigum frá toppliði ÍR, en Víkingur Ólafsvík fylgir fast á hæla HK/Víkingi með 22 stig í þriðja sæti riðilsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert