ÍBV sló FH út úr bikarnum

Eyjamenn fagna sigurmarkinu í kvöld.
Eyjamenn fagna sigurmarkinu í kvöld. Ljósmynd/SIgfús Gunnar

ÍBV hafði betur gegn FH 1:0 í undanúrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu á Hásteinsvelli í kvöld. ÍBV mætir bikarmeisturum Vals í úrslitaleiknum á Laugardalsvellinum laugardaginn 13. ágúst.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en bæði lið sóttu án þess að skapa sér eitthvað sem hægt er að tala um.

Það var hins vegar Simon Smidt sem skoraði fyrsta mark leiksins á 40. mínútu en þá tóku Eyjamenn hraða aukaspyrnu á Simon sem lék á Doumbia og hamraði boltann í nærhornið.

Simon var svo aftur á ferðinni 5 mínútum síðar í algjöru dauðafæri en Gunnar varði vel. Staðan því 1:0 í hálfleik.

Seinni hálfleikur var lítið markverður fyrir utan stangarskot Eyjamanna og Eyjamenn eru þar með komnir í bikarúrslitaleikinn í Laugardalnum. 

ÍBV 1:0 FH opna loka
90. mín. Kristján Flóki Finnbogason (FH) fær rautt spjald Sitt annað gula spjald!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert