„Ekki stórar breytingar“

Helgi Kolviðsson er spenntur fyrir því að taka til starfa með A-landsliði karla í knattspyrnu en mbl.is tók hann tali á blaðamannafundi í dag. 

Helgi sagði ekki stórar breytingar á döfinni varðandi landsliðið heldur væri nú verkefni þjálfarateymisins að bæta það sem hægt væri að bæta. 

Helgi sagði stutt vera síðan KSÍ fór að ræða við hann með starfið í huga og það hafi gerst eftir EM í Frakklandi þar sem hann aðstoðaði þjálfarateymið. 

Helgi Kolviðsson í leik gegn Rússum í undankeppni EM 2000.
Helgi Kolviðsson í leik gegn Rússum í undankeppni EM 2000. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert