Góð ferð Fylkis til Eyja

Mees Siers og Hafsteinn Briem hjá ÍBV í halarófu á …
Mees Siers og Hafsteinn Briem hjá ÍBV í halarófu á eftir Alberti Brynjari Ingasyni í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Fylkir sigraði ÍBV, 2:1, í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBV er eftir leikinn með 17 stig í 10. sæti en Fylkir er í því 11. með 13 stig.

Fylkismenn hófu leikinn af miklum krafti og skoruðu gestirnir fyrsta mark leiksins á 15. mínútu. Albert Brynjar Ingason fékk þá boltann eftir sendingu frá Víði Þorvarðarsyni og kom boltanum í markið.

Það var eina mark fyrri hálfleiks og gestirnir því með forystu þegar liðin gengu til búningsherbergja að loknum fyrri hálfleik.

Eyjamenn hófu seinni hálfleikinn vel og Elvar Ingi Vignisson jafnaði metin á 57. mínútu. Hann fékk þá sendingu frá Mikkel Maigaard og skoraði með góðu skoti.

Gestirnir áttu síðasta orðið í leiknum. Eftir langa sendingu fram var Albert Brynjar Ingason skyndilega á auðum sjó eftir varnarmistök. Alberti urðu ekki á nein mistök en hann skoraði og tryggði Fylki gríðarlega mikilvægan sigur.

ÍBV 1:2 Fylkir opna loka
90. mín. Fylkir fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert