Þór sigraði í miklum markaleik

Þrenna Alexander Veigars Þórarinssonar fyrir Grindavík dugði ekki til gegn …
Þrenna Alexander Veigars Þórarinssonar fyrir Grindavík dugði ekki til gegn Þór í dag. . mbl.is/Golli

Þór lagði Grindavík að velli, 4:3, þegar liðin mættust í öðrum leik dagsins í 20. umferð Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu karla á Þórsvellinum á Akureyri í dag. 

Ármann Pétur Ævarsson skoraði tvö marka Þórs og Jónas Björgvin Sigurbergsson og Gunnar Örvar Stefánsson sitt markið hvor. 

Alexander Veigar Þórarinsson skoraði hins vegar öll þrjú mörk Grindavíkur, en hann er makahæsti leikmaður deildarinnar með 14 mörk. Gunnar Örvar Stefánsson og Hákon Ingi Jónsson, leikmaður HK, koma síðan næstir á þeim lista, en þeir hafa hvor um sig skorað 12 mörk. 

Grindavík hefur þegar tryggt sér úrvalsdeildarsæti, eins og KA, en liðin slást nú um meistaratitil 1. deildar. KA er með 42 stig og Grindavík 41 en Þór er í þriðja sæti með 32 stig.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá urslit.net, en endurhlaða þarf síðuna svo lýsingin hér að neðan uppfærist.

90. Leik lokið með 4:3 sigri Þórs. 

88. MAAARK. Þór - Grindvaík, 4:3. Alexander Veigar Þórarinsson fullkomnar þrennu sína og minnkar muninn fyrir Grindavík. Alexander Veigar hefur nú skorað 14. mörk, en hann er markahæsti leikmaður deildarinna eins og áður hefur komið fram í þessari lýsingu. 

83. MAAARK. Þór - Grindavík, 4:2. Gunnar Örvar Stefánsson skorar fjórða mark Þórs með marki úr vítaspyrnu. Þetta er 12. mark Gunnars Örvars í deildinn og hann og Hákon Ingi Jónsson, leikmaður HK, eru nú einu marki á eftir Alexander Veigari Þórarinssyni, leikmanni Grindvaíkur, sem er markahæsti leikmaður deildarinnar með 13. mörk. 

66. MAAARK. Þór - Grindavík, 3:2. Mörkunum heldur áfram að rigna á Akureyri. Að þessu sinni er það Jónas Björgvin Sigurbergsson sem kemur Þór yfir í þessum mikla markaleik. 

45. Hálfleikur á Þórsvellinum þar sem staðan er jöfn 2:2. 

45. MAAARK. Þór - Grindavík. 2:2. Alexander Veigar Þórarinsson heldur áfram raða inn mörkum og jafnar metin fyrir Grindavík. Mikill hasar á lokamínútum fyrri hálfleiksins. 

45. MAAARK. Þór - Grindavík, 2:1. Þórsarar komast yfir og það er Ármann Pétur Ævarsson sem skorar aftur.

37. MAAARK. Þór - Grindavík, 1:1. Ármann Pétur Ævarsson jafnar metin fyrir Þór með sínu þriðja marki á leiktiðinni. 

14. MAAARK. Þór - Grindavík, 0:1. Alexander Veigar Þórarinsson kemur Grindavík yfir með 12. marki sínu fyrir Grindavík í deildinni á yfirstandandi leiktíð. Alexander Veigar er markahæsti leikmaður deildarinnar eins og sakir standa, en hann hefur skorað einu marki fleiri en Hákon Ingi Jónsson, leikmaður HK. 

1. Leikurinn er hafinn á Þórsvellinum. 

Þór Grindavík
 BYRJUNARLIÐ
28  Sandor Matus (M)   Kristijan Jajalo (M)  
Bjarki Aðalsteinsson     Marko Valdimar Stefánsson    
Ármann Pétur Ævarsson  (F)   Fransisco Eduardo Cruz Lemaur   
Jónas Björgvin Sigurbergsson     Gunnar Þorsteinsson    
Jóhann Helgi Hannesson     10  Alexander Veigar Þórarinsson    
11  Kristinn Þór Björnsson     11  Ásgeir Þór Ingólfsson   
13  Ingi Freyr Hilmarsson     17  Magnús Björgvinsson    
14  Jakob Snær Árnason     18  Juan Manuel Ortiz Jimenez   
21  Óskar Jónsson     23  Jósef Kristinn Jósefsson  (F)  
23  Ólafur Hrafn Kjartansson     24  Björn Berg Bryde    
27  Gunnar Örvar Stefánsson     30  Josiel Alves De Oliveira 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert