Geta verið í fýlu fram að æfingu á morgun

Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson. mbl.is/Eva Björk

„Við erum svekktir með að fara með núll stig héðan. Þú getur rétt ímyndað þér,” sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tap liðsins fyrir ÍA á Akranesi í dag.

„Það sem skilur á milli í fótbolta er mörkin. Það er ekki nóg að skapa fullt af færum ef þú kemur boltanum ekki inn. Svo í fyrsta skotinu þeirra í seinni hálfleik skora þeir og eru með fína fótboltamenn.“

Arnar segir lið sitt hafa spilað vel í fyrri hálfleik en ekki nógu vel í þeim seinni.

„Í seinni hálfleik vorum við ekki líkir sjálfum okkur og vorum að svekkja okkur á lélegum sendingum og sköpuðum ekki jafnmikið og í fyrri hálfleik. En þetta er svolítið sagan af okkur í sumar. Ef allt væri eðlilegt værum við að klára þessa leiki í fyrri hálfleik og þá hefði þetta verið búið. En á meðan er 0-0 þá er leikur og ÍA er með marga fína fótboltamenn og gott í föstum leikatriðum. Það verður alltaf að hafa varann á og hornspyrna kostaði okkur í dag.”

Við ætlum ekkert að gefast upp. Auðvitað er þetta svekkjandi og menn geta verið í fýlu fram að æfingu á morgun en svo hrista menn þetta af sér. Svo er ekkert annað í stöðunni en að mæta galvaskir næsta laugardag og tryggja Evrópusætið,” sagði Arnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert