„Við þurfum að pissa í holur en hljótum að redda því“

Elísa Viðarsdóttir, lengst til vinstri, á góðri stundu með landsliðinu.
Elísa Viðarsdóttir, lengst til vinstri, á góðri stundu með landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er ótrúlega flott, fljótt á litið. Við þurfum að pissa í holur en hljótum að redda því,“ sagði Elísa Viðarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, við KSÍ um aðstæður á keppnisvellinum í Chongquing-héraði í Kína þar sem íslenska kvennalandsliðið tekur þátt í fjögurra þjóða móti á næstu dögum.

„Við erum búnar að vera hérna í tvo daga og fá smá pump í hjartað og svona. Mér sýnist þetta vera svipað og við erum vanar, grasið og annað. Umgjörðin hérna virðist vera frábær og vonandi mætir fullt af fólki á völlinn og þetta verði bara partý,“ sagði Elísa.

Fyrsti leikur Íslands er gegn Kína á fimmtudag og leggst leikurinn vel í Elísu.

„Það verður gaman að spila á móti Kína. Þær eru fljótar og maður þarf að vera á tánum. Þetta verður bara gaman. Við komum í alla leiki til þess að vinna,“ sagði Elísa Viðarsdóttir við KSÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert