Bjargvættur Leiknis kominn til KA

Kristófer Páll Viðarsson, til hægri, í leiknum fræga gegn HK.
Kristófer Páll Viðarsson, til hægri, í leiknum fræga gegn HK. mbl.is/Golli

Kristófer Páll Viðarsson sem átti stærstan þátt í að bjarga Leiknismönnum frá Fáskrúðsfirði frá falli úr 1. deildinni í knattspyrnu í sumar er genginn í raðir KA.

KA og Víkingur Reykjavík hafa komist að samkomulagi um félagaskiptin en hann er uppalinn hjá Leikni Fáskrúðsfirði en gekk til liðs við Víking árið 2014 en hefur ekki spilað með aðalliði félagsins og verið í láni hjá Leikni.

Kristófer, sem er 19 ára gamall sóknarmaður, lék með Leiknismönnum í 1. deildinni í sumar þar sem hann skoraði 10 mörk þar af fjögur mörk í lokaleiknum á móti HK þar sem liðið vann ótrúlegan 7:2 sigur og tókst þar með að bjarga sæti sínu í deildinni.

Hann hefur spilað með meistaraflokki Leiknis frá 15 ára aldri og skorað 30 mörk í 62 leikjum fyrir félagið í deildakeppninni.

Kristófer Páll Viðarsson í KA treyjunni.
Kristófer Páll Viðarsson í KA treyjunni. Ljósmynd/kasport.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert