Hannes missir af úrslitaleiknum

Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hannes Þór Halldórsson verður ekki í marki íslenska landsliðsins í úrslitaleik Kínamótsins í knattspyrnu gegn Síle í Nanning á sunnudagsmorguninn.

Hannes fékk högg á hné í sigurleiknum gegn Kínverjum á þriðjudaginn. Á vef KSÍ segir að hann hafi verið í meðhöndlun hjá sjúkrateymi íslenska liðsins frá því leiknum lauk og í samráði við félag hans í Danmörku, Randers, hafi verið ákveðið að hann héldi heim fyrr en áætlað var þar sem meðhöndlun verður haldið áfram.

Ögmundur Kristinsson og Rúnar Alex Rúnarsson eru báðir í hópnum í Nanning og annar þeirra mun verja markið í leiknum við Síle.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert