Þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands

Björn Bergmann Sigurðarson heldur sæti sínu í byrjunarliðinu.
Björn Bergmann Sigurðarson heldur sæti sínu í byrjunarliðinu. AFP

Búið er að opinbera byrjunarlið íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem mætir Síle í úrslitaleik China Cup, alþjóðlega knattspyrnumótsins sem fram fer þar í landi en leikurinn hefst klukkan 7.35 að íslenskum tíma.

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá 2:0-sigrinum á Kína á þriðjudag.

Ögmundur Kristinsson, Sigurður Egill Lárusson og Kjartan Henry Finnbogason koma inn í liðið. Hannes Þór Halldórsson er farinn aftur til síns félags vegna meiðsla og þá fara þeir Arnór Smárason og Elías Már Ómarsson á bekkinn.

Fylgst verður með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.si. Liðið er þannig skipað:

Mark: Ögmundur Kristinsson.

Vörn: Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Jón Guðni Fjóluson og Kristinn Jónsson.

Miðja: Sigurður Egill Lárusson, Guðlaugur Victor Pálsson, Björn Daníel Sverrisson, Theódór Elmar Bjarnason.

Sókn: Björn Bergmann Sigurðarson og Kjartan Henry Finnbogason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert