Gómez og Wyne áfram á Akureyri

Zaneta Wyne með boltann í leik gegn Val.
Zaneta Wyne með boltann í leik gegn Val. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þór/KA hefur samið við knattspyrnukonurnar Natalíu Gómez og Zanetu Wyne um að leika áfram með liðinu á komandi keppnistímabili. Þetta kemur fram á vef Þórs.

Gómez er 25 ára miðjumaður og landsliðskona Mexíkó en hún lék alla 18 leiki Þór/KA í úrvalsdeildinni í fyrra, auk þriggja bikarleikja, og skoraði 4 mörk.

Wyne er 26 ára miðvörður frá Bandaríkjunum sem kom til Þórs/KA um mitt síðasta sumar frá Apollon Limassol á Kýpur en hafði áður leikið eitt tímabil með Víkingi í Ólafsvík í 1. deild. Hún lék alla níu leiki liðsins í seinni umferð deildarinnar og skoraði eitt mark.

Natalia Gómez í leik gegn Stjörnunni.
Natalia Gómez í leik gegn Stjörnunni. mbl.is/Þórir Ó. Tryggvason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert