Lars Lagerbäck þjálfari ársins í Svíþjóð

Lars Lagerbäck.
Lars Lagerbäck. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, var í kvöld útnefndur besti þjálfari ársins 2016 í Svíþjóð á árlegu uppgjörshófi í líkingu við Íþróttamann ársins hér á landi.

Lars hafði betur gegn Håkan Carlsson sem þjálfar þríþraut, golfþjálfaranum Torstein Hansson og Piu Sundhage sem þjálfar sænska kvennalandsliðið í knattspyrnu, sem einnig voru tilnefnd.

Lars er útnefndur fyrir árangurinn sem hann náði með Íslandi á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert