Titilvörn FH hefst gegn ÍA – Rosaleg lokaumferð

FH er ríkjandi Íslandsmeistari.
FH er ríkjandi Íslandsmeistari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búið að er draga í töfluröð fyrir Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Gert er ráð fyrir að fyrsta umferð fari fram þann 30. apríl og lokaumferðin þann 30. september. Alls er keppnistímabilið því fimm mánuðir.

Íslandsmeistarar FH hefja titilvörnina á Akranesi og mæta þar ÍA. Valur fær Víking frá Ólafsvík í heimsókn fyrstu umferð, nýliðar Grindavíkur fá Stjörnuna í heimsókn, KR fær Víking R. í Frostaskjól, ÍBV byrjar heima gegn Fjölni og Breiðablik fær nýliða KA í Kópavoginn

Í lokaumferðinni er gert ráð fyrir viðureignum KR og Stjörnunnar annars vegar og FH og Breiðabliks hins vegar. Töfluröðina í heild sinni má sjá HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert