Kominn tími á sigur gegn Írum

Roy Keane skoraði tvö mörk fyrir Íra þegar Ísland og …
Roy Keane skoraði tvö mörk fyrir Íra þegar Ísland og Írland mættust síðast. AFP

Ísland hefur ekki átt góðu gengi að fagna gegn Írum á knattspyrnuvellinum en þjóðirnar eigast við í vináttuleik á Aviva Stadium í Dublin annað kvöld.

Í tíu leikjum sem Ísland og Írland hafa mæst í hafa Írar unnið sjö leiki og þrívegis hefur jafntefli orðið niðurstaðan. Markatalan í þessum leikjum er, 21:9.

Tæp 20 ár eru liðin frá því þjóðirnar áttust síðast við en það var í september 1997. Þá fögnuðu Írar 4:2 sigri á Laugardalsvellinum í undankeppni HM. Brynjar Björn Gunnarsson og Helgi Sigurðsson skoruðu mörk íslenska liðsins en Roy Keane, fyrrverandi leikmaður Manchester United, skoraði tvö af mörkum Íra en hann er aðstoðarþjálfari írska landsliðins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert