Breiðablik er meistari meistaranna

Breiðablik fagnar sigri í Meistarakeppninni í Garðabænum í kvöld.
Breiðablik fagnar sigri í Meistarakeppninni í Garðabænum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Liðsmenn Breiðabliks nýttu færin sín vel og hrósuðu 3:0-sigri þegar Stjarnan og Breiðablik mættust í meistarakeppni KSÍ á Samsung-velli í Garðabæ í kvöld.

Stjarnan byrjaði leikinn vel og léku á köflum góðan fótbolta. En miðverðir Breiðabiks, þær Heiðdís Sigurjónsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir léku vel og lokuðu vel á framherja Stjörnunnar. Breiðablik komst yfir eftir 21 mínútu. Var þar að verki Fanndís Friðriksdóttir eftir stungusendingu frá Rakel Hönnudóttur.

Rakel var svo sjálf að verki þegar Blikar komust í 0:2 eftir 28 mínútur. Stjörnustelpur reyndu að bæta í eftir þessu tvö mörk og freistuðu þess að minnka muninn en illa gekk hjá þeim á síðasta þriðjungi vallarins.

Seinni hálfleikurinn var ekki ósvipaður þeim fyrri. Stjarnan hélt boltanum betur en gekk illa að skapa sér upplögð marktækifæri. Bestu færin fékk Katrín Ásbjörnsdóttir en Ingibjörg í vörn Breiðabliks bjargaði meistaralega með tæklingu á síðustu sekúndu. Sólveig Larsen kom inná sem varamaður um miðbik hálfleiksins og strax tveimur mínútum síðar fékk hún vítaspyrnu sem Ingibjörg skoraði úr af öryggi og þar við sat.

3:0 sigur fyrir Breiðablik sem er því meistari meistaranna árið 2017.

Fanndís Friðriksdóttir og Lára Kristín Pedersen í baráttu í leiknum …
Fanndís Friðriksdóttir og Lára Kristín Pedersen í baráttu í leiknum í Garðabæ í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon
Stjarnan 0:3 Breiðablik opna loka
90. mín. Ana V. Cate (Stjarnan) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert