Leiknir hafði betur í nágrannaslag

Björgvin Stefánsson skoraði eitt marka Hauka í sigri liðsins gegn …
Björgvin Stefánsson skoraði eitt marka Hauka í sigri liðsins gegn Reyni í dag. mbl.is/Golli

Fjórir leikir fóru fram í annarri umferð Borgunarbikars karla í knattspyrnu í dag. Leiknir Fáskrúðsfirði hafði betur gegn Fjarðabyggð, Haukar lögðu Reyni Sandgerði að velli, Völsungur bar sigurorð af Dalvík/Reyni og loks vann Grótta sigur gegn KFG. 

Þar með lauk 2. umferðinni og ljóst hvaða 20 lið fara í 32ja liða úrslit ásamt liðunum tólf úr Pepsi-deild karla. Þau verða leikin um miðjan maí.

Fjarðabyggð - Leiknir F., 1:2 
Anton Bragi Jónsson 38. - Jesus Suárez 37., Javier Del Cueto 66. 

Reynir S. - Haukar, 0:4
Björgvin Stefánsson 13., Haukur Ásberg Hilmarsson 71., Daníel Snorri Guðlaugsson 75., Ísak Jónsson 88. 

Dalvík/Reynir - Völsungur, 0:2
Sæþór Olgeirsson 8., Guðmundur Óli Steingrímsson 90. 

KFG - Grótta, 0:3
Aleksandar Alexander Kostic 19., Ásgrímur Gunnarsson 72., Agnar Guðjónsson 90.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert