KSÍ staðfestir leik við Brasilíu

Íslenska liðið mætir því brasilíska í júní.
Íslenska liðið mætir því brasilíska í júní. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun mæta því brasilíska í vináttuleik á Laugardalsvelli 13. júní. Leikurinn verður sá síðasti sem íslenska liðið leikur, áður en haldið verður á Evrópumótið í Hollandi. 

Mbl.is greindi frá þessu í apríl og hefur Knattspyrnusamband Íslands nú staðfest leikinn. Brasilía er með eitt sterkasta landslið heims og situr liðið í 9. sæti heimslista Fifa en Ísland er í 18. sæti listans. 

Þjóðirn­ar hafa aldrei mæst en minnstu munaði að til leiks þeirra kæmi í Al­gar­ve-bik­arn­um í Portúgal í mars 2016 þegar Ísland missti naum­lega af því að mæta Bras­il­íu í úr­slita­leik móts­ins.

Marta, sem fimm sinn­um hef­ur verið kjör­in besti leikmaður heims, er þekkt­asti leikmaður bras­il­íska liðsins en hún lék hér á landi með Rosengård gegn Breiðabliki síðasta haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert