Sá elsti og reyndasti

Logi Ólafsson.
Logi Ólafsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óhætt er að segja að Víkingar í Reykjavík hafi leitað eftir reynslunni þegar þeir réðu eftirmann Milosar Milojevic í starf þjálfara karlaliðs félagsins í knattspyrnu.

Logi Ólafsson tók við starfinu í gær og er þá um leið orðinn aldursforseti og jafnframt reyndasti starfandi þjálfarinn í deildinni.

Logi, sem verður 63 ára seint á þessu ári, á þriggja áratuga feril að baki sem knattspyrnuþjálfari, þó að hann hafi tekið sér stutt frí inni á milli. Hann kemur núna úr sínu lengsta fríi, en Logi hefur ekki komið að þjálfun síðan hann hætti með Stjörnuna að loknu tímabilinu 2013.

Hann hefur stýrt liðum í 238 leikjum í efstu deild karla, unnið 116 þeirra og tapað 71.

Í ár eru einmitt nákvæmlega þrjátíu ár síðan Logi hóf meistaraflokksþjálfun, árið 1987. Hann hafði áður verið aðstoðarþjálfari, m.a. hjá FH, en hann lék sjálfur með Hafnarfjarðarliðinu á árum áður. Logi var í liði FH sem lék í fyrsta sinn í efstu deild árið 1975 og spilaði með því 66 leiki í deildinni.

Sjá nánar um feril Loga í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert