Dramatískt flautumark Vals í Kópavogi

Kristinn Ingi Halldórsson og Orri Sigurður Ómarsson úr Val og …
Kristinn Ingi Halldórsson og Orri Sigurður Ómarsson úr Val og Blikinn Hrvoje Tokic í loftinu í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Ólafur Eiríksson tryggði Val dramatískan sigur á Breiðabliki í blálokin í leik liðanna í Pepsi-deild karla á Kópavogsvelli í kvöld, 2:1, með marki í lok uppbótartímans.

Það voru Breiðablik sem byrjaði betur þegar liðið mætti Val í Pepsi-deild karla á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Eftir aðeins fimm mínútur komst liðið yfir með snöggri sókn. Gísli Eyjólfsson átti langan bolta fram völlinn. Hrovje Tokic þurfti að gera helling sjálfur áður en boltinn lá í markinu. Blikarnir voru eftir það mjög agaðir á meðan Valsmenn reyndu að halda boltanum. Dion Acoff og Kristinn Ingi fengu færin til að jafna en Gunnleifur Gunnleifsson varði meistaralega. Hann ásamt Damir Muminovic átti frábæran leik.

Í seinni hálfleik mættu Valsmenn til leiks með háa pressu sem skilaði sér í marki eftir aðeins sjö mínútur. Pressan hélt áfram en Gunnleifur átti áfram frábæran leik. Þegar leið á hálfleikinn höfðu skiptingar Breiðabliks þau áhrif að þeir náðu að komast út úr þeirri nauðvörn sem þeir voru í á tímabili. Í uppbótatíma fengu hins vegar Valsmenn aukaspyrnu sem send var á fjærstöngina þar sem Bjarni Ólafur stóð einn og óvaldaður og skallaði boltanum í mark og dramatískur sigur Valsmanna staðreynd.

Breiðablik 1:2 Valur opna loka
90. mín. Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur) skorar 1:2 Valsmenn fá aukaspyrnu og hún er tekinn beint inn í teig Blika á fjærstöng. Þar er Bjarni Ólafur einn og óvaldaður og skallar í markið. Gulli er næstum búinn að bjarga þessu en boltinn lak inn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert