Sigurmarkið í Kópavogi í uppbótartíma

Dion Acoff á fleygiferð með boltann en til varnar er …
Dion Acoff á fleygiferð með boltann en til varnar er Davíð Kristjánsson. Kristinn Magnússon

Bakvörðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson reyndist örlagavaldur þegar hann skoraði sigurmark Vals í uppbótartíma í dramatískum 2:1 sigri á Breiðabliki á Kópavogsvellinum.

Það var Breiðablik sem byrjaði betur. Eftir aðeins fimm mínútur komst liðið yfir með snöggri sókn. Gísli Eyjólfsson átti langan bolta fram völlinn. Hrovje Tokic þurfti að gera helling sjálfur áður en boltinn lá í markinu. Blikarnir voru eftir það mjög agaðir á meðan Valsmenn reyndu að halda boltanum. Dion Acoff og Kristinn Ingi fengu færin til að jafna en Gunnleifur Gunnleifsson varði meistaralega. Hann ásamt Damir Muminovic átti frábæran leik.

Í seinni hálfleik mættu Valsmenn til leiks með háa pressu sem skilaði sér í marki eftir aðeins sjö mínútur. Pressan hélt áfram en Gunnleifur átti áfram frábæran leik. Þegar leið á hálfleikinn höfðu skiptingar Breiðabliks þau áhrif að þeir náðu að komast út úr þeirri nauðvörn sem þeir voru í á tímabili.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert