FH fer til Færeyja eða Kósóvó

FH-ingar mæta til leiks í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.
FH-ingar mæta til leiks í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslandsmeistarar FH þurfa að bíða lengur eftir því að vita hver verður endanlegur mótherji liðsins í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu þrátt fyrir að dregið hafi verið í morgun.

FH situr hjá í fyrstu umferðinni og mætir sigurvegara úr einvígi þaðan í 2. umferð. Mögulegir mótherjar FH eru sigurvegarar úr viðureign Víkings frá Færeyjum og Trepca 89 frá Kósóvó sem eru meistaraliðin þar í landi.

Fyrsti leikur FH verður á heimavelli og fer fram 11. eða 12. júlí og síðari leikurinn ytra viku síðar. Fyrsta umferðin er leikin á næstu tveimur vikum og þá liggur fyrir hver mótherjinn verður.

Norska meistaraliðið Rosenborg sem Matthías Vilhjálmsson leikur með var einnig í efri styrkleikaflokki fyrir 2. umferðina og mætir Dundalk frá Írlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert