Öruggt hjá ÍBV gegn Haukum

ÍBV fagnar einu af mörkum sínum í sumar.
ÍBV fagnar einu af mörkum sínum í sumar. mbl.is/Golli

ÍBV vann nokkuð sannfærandi 3:0 sigur á Haukum á Hásteinsvelli í kvöld en leikið var í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna.

Cloe Lacasse kom Eyjakonum yfir á 14. mínútu þegar hún skoraði í autt markið eftir að Tori Ornela varði boltann út í teiginn eftir skot frá Clöru Sigurðardóttur.

Clara skoraði svo á 28. mínútu sitt fyrsta mark í Pepsi-deildinni eftir frábæran einleik frá Cloe sem lék fram allan kantinn og gaf svo fyrir á Clöru sem setti boltann í netið.

Lítið marktækt gerðist í seinni hálfleik fyrir utan hörkuskot hjá Sigríði Láru Garðarsdóttur í þverslána um miðjan seinni hálfleikinn en skotið kom eftir frábæra sókn ÍBV.

Á 90. mínútu setti svo Linda Björk Brynjarsdóttir síðasta naglann í líkkistu Hauka þegar hún skoraði snyrtilega eftir laglega sendingu frá Rut Kristjánsdóttur.

Haukar eru því áfram með 1 stig á botni deildarinnar en ÍBV er meðal efstu liða með 19 stig, átta stigum á eftir toppliði Þórs/KA.

ÍBV 3:0 Haukar opna loka
90. mín. Linda Björk Brynjarsdóttir (ÍBV) skorar MMAARRKK!!- 3:0 Linda Björk skorar eftir að Rut Kristjáns kom með frábæra sendingu innfyrir vörn Hauka. Vel klárað hjá Lindu!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert