Stjarnan fyrsta liðið til að vinna Þór/KA

Katrín Ásbjörnsdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir, Zaneta Wyne og Ana Cate …
Katrín Ásbjörnsdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir, Zaneta Wyne og Ana Cate í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan varð í dag fyrsta liðið til að vinna Þór/KA í sumar. Stjarnan vann leik liðanna í Borgunarbikar kvenna í knattspyrnu, 3:2, í stórskemmtilegum leik í Garðabænum í dag. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði sigurmarkið á 85. mínútu.

Kristrún Kristjánsdóttir kom Stjörnunni yfir með marki beint úr hornspyrnu á þriðju mínútu, en Stephany Mayor jafnaði skömmu síðar með marki beint úr aukaspyrnu. Sandra María Jessen kom Þór/KA svo í 2:1 á 29. mínútu. Það reyndist síðasta mark fyrri hálfleiks og var staðan í leikhléi því 2:1 fyrir Þór/KA. 

Stjarnan byrjaði seinni hálfleikinn hins vegar af miklum krafti og jafnaði Agla María Albertsdóttir leikinn á 50. mínútu með góðri afgreiðslu. Staðan var 2:2 alveg fram á 84. mínútu en þá skoraði Harpa Þorsteinsdóttir sigurmarkið fyrir Stjörnuna er hún skoraði í autt markið af löngu færi eftir slakt úthlaup Bryndísar Láru í marki Þórs/KA.  

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Stjarnan 3:2 Þór/KA opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert