Tveir úr ÍBV til Noregs á reynslu

Arnór Gauti Ragnarsson, ÍBV.
Arnór Gauti Ragnarsson, ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Tveir knattspyrnumenn úr ÍBV eru nú á leið til Noregs á reynslu. Hinn 18 ára Felix Örn Friðriksson framlengdi samning sinn við uppeldisfélagið fyrr í sumar, en hann hefur átt fast sæti í liðinu í sumar. Felix Örn er bakvörður, en hann er að fara til Vålerenga í annað skiptið, þar sem hann hefur farið áður á reynslu.

Arnór Gauti Ragnarsson er uppalinn í Mosfellsbæ, en gekk í raðir ÍBV fyrir tímabilið frá Breiðabliki. Hann er tvítugur sóknarmaður og hefur komið við sögu í öllum leikjum Eyjaliðsins í Pepsi-deildinni í sumar, nema einum. Þar að auki hefur hann skorað tvö mörk fyrir liðið í deildinni og tvö í bikarnum.

Arnór Gauti lék með Breiðabliki, en hann fer út til Bodo/Glimt sem trónir á toppi næstefstu deildar Noregs. Oliver Sigurjónsson, fyrrverandi liðsfélagi Arnórs Gauta hjá Breiðabliki, gekk til liðs við Bodo/Glimt nú á dögunum.

Matt Garner, Dofri Snorrason og Felix Örn Friðriksson.
Matt Garner, Dofri Snorrason og Felix Örn Friðriksson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert