Keflvíkingar standa best að vígi í toppbaráttunni

Lasse Rise skorar hér sigurmark Keflavíkur í toppslagnum gegn Þrótti …
Lasse Rise skorar hér sigurmark Keflavíkur í toppslagnum gegn Þrótti R. í gær á meðan Arnar Darri Pétursson í markinu horfir á eftir boltanum. Ljósmynd/Víkurfréttir

Keflvíkingar náðu fjögurra stiga forskoti á toppi 1. deildar karla í knattspyrnu, Inkasso-deildarinnar, með 1:0-sigri á Þrótti R. í toppslag í Keflavík í gærkvöldi.

Daninn Lasse Rise skoraði sigurmarkið á 75. mínútu með glæsilegu skoti í markvinkilinn. Staðan í hálfleik var markalaus eftir fremur tíðindalítinn fyrri hálfleik, en Keflvíkingar voru sterkari aðilinn í þeim síðari og var sigurinn verðskuldaður.

Það bendir margt til þess að Keflavík muni spila í deild þeirra bestu á næsta ári, en liðið hefur aðeins tapað einum af síðustu ellefu leikjum sínum. Þróttur hefur tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum og Fylkismenn, sem voru í toppsætinu framan af móti, hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum.

Sjá umfjöllun um leiki 1. deildar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert