Vonandi allt þegar þrennt er

Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði sigurmark Stjörnunnar gegn Val í dag.
Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði sigurmark Stjörnunnar gegn Val í dag. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Það er geggjuð tilfinning að vera komin í bikarúrslit. Ég er að fara að taka þátt í bikarúrslitum í þriðja skipti, en í bæði skiptin tapaði ég á móti Stjörnunni. Nú er ég genginn í raðir Stjörnunnar og vonandi að allt verði þegar þrennt er hjá mér,“ sagði Guðmunda Brynja Óladóttir sem skoraði sigurmark Stjörnunnar í 1:0-sigri liðsins gegn Val í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu í dag.

„Það var mjög gott að ná að hafa áhrif á leikinn eftir að ég kom inná. Ég gerði veðmál við Beggu [Berglindi Hrund Jónasdóttur] um hvort ég myndi ná að skora. Ég vann veðmálið og hún þarf að bjóða mér á Grillmarkaðinn. Ég var staðráðinn í að skora og ég er mjög ánægð með að það hafi tekist," sagði Guðmunda Brynja um innkomu sína.

„Það er mjög erfitt að skora á móti Val, þær eru afar sterkar varnarlega og gefa fá færi á sér. Það er mjög mikilvægt að nýta þau fáu marktækifæri sem þú færð á móti Val og sem betur fer náði ég að setja boltann framhjá Söndru [Sigurðardóttur] og í markið þegar ég fann glufu á vörn þeirra. Það var geggjuð tilfinning að sjá boltann rúlla í markið,“ sagði Guðmunda Brynja um sigurmarkið.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert