Lærdómsríkt sumar

Elín Metta Jensen hefur leikið vel í sumar.
Elín Metta Jensen hefur leikið vel í sumar. Eggert Jóhannesson

Knattspyrnukonan Elín Metta Jensen, framherji Vals, er leikmaður 13. umferðar Pepsi-deildar kvenna hjá Morgunblaðinu. Elín Metta er 22 ára gömul og leikur með uppeldisfélaginu, Val, en hún fór til Hollands með íslenska kvennalandsliðinu þar sem liðið lék á Evrópumótinu. Það var í annað skipti sem hún lék á Evrópumóti með landsliðinu, en hún var kölluð inn í liðið fyrir EM árið 2013.

Elín Metta skoraði bæði mörk Vals gegn Stjörnunni á fimmtudag, en hún lék vel allan leikinn. Fyrra markið kom um miðjan seinni hálfleik þegar Elín Metta skaut með vinstri fæti og hafnaði boltinn í marki Stjörnunnar. Hún skoraði annað mark Vals og jafnframt síðasta mark leiksins af vítapunktinum á 90. mínútu.

„Þetta var frekar jafn leikur að mínu mati og mikill barningur. Stjarnan er með gríðarlega sterkt lið en mér fannst við ná að loka frekar vel á styrkleika þess. Síðan nýttum við þau færi sem við fengum ágætlega og það skildi liðin að.

Nánar er rætt við Elínu Mettu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert