Skagamenn eru fallnir

Skagamenn eru fallnir.
Skagamenn eru fallnir. mbl.is/Árni Sæberg

Skagamenn eru fallnir úr Pepsi-deildinni en sigur Fjölnis gegn FH-ingum í kvöld gerir það að verkum að ÍA á ekki möguleika lengur á að halda sæti sínu.

Þegar tveimur umferðum er ólokið er ÍA í botnsætinu með 15 stig, Víkingur Ólafsvík er með 20, ÍBV 22, Fjölnir 24 og Breiðablik 24. Víkingur Reykjavík er með 26 stig og er nánast öruggt með að halda sæti sínu.

Víkingur Ó, ÍBV, Fjölnir og Breiðablik berjast um að forðast fallið og leikirnir sem liðin eiga eftir eru:

Víkingur Ó: FH (h), ÍA (Ú)

ÍBV: Breiðablik (ú), KA (h)

Fjölnir: KR (h), Grindavík (ú)

Breiðablik: ÍBV (h), FH (ú)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert