„Má bera nr. 22 á bakinu for life fyrir mér“

Jón Daði var öflugur í kvöld.
Jón Daði var öflugur í kvöld. AFP

Eiður Smári Guðjohnsen hreifst mjög af frammistöðu framherjans Jóns Daða Böðvarssonar í 3:0 sigri íslenska landsliðsins í knattspyrnu á Tyrkjum í kvöld.

Jón Daði lék í treyju númer 22, sem Eiður Smári lék síðast í með landsliðinu, en Eiður gerði garðinn frægan með þetta númer á bakinu hjá Chelsea. 

Jón Daði átti frábæran leik í kvöld, barðist eins og ljón í fremstu víglínu, auk þess sem hann lagði upp tvö mörk í sigrinum í kvöld sem kemur Íslandi í kjörstöðu til þess að komast á lokakeppni HM í fyrsta skipti. Sigur gegn Kósóvó á mánudag á Laugardalsvelli fleytir Íslandi til Rússlands.

Jón Daði renndi knettinum á Jóhann Berg Guðmundsson í fyrsta marki Íslands og gerði svo frábærlega er hann þræddi boltann á Birki Bjarnason sem kom Íslandi í 2:0.

Eiður var ánægður með kappann og segir að Jón Daði megi hreinlega bera númerið á bakinu það sem eftir er.

Eiður Smári Guðjohnsen í treyju númer 22 gegn Frökkum á …
Eiður Smári Guðjohnsen í treyju númer 22 gegn Frökkum á EM í fyrrasumar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert