Ágúst úr Stjörnunni í ÍBV

Kristján Guðmundsson þjálfar ÍBV.
Kristján Guðmundsson þjálfar ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Framherjinn Ágúst Leó Björnsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við ÍBV. Hann kemur til félagsins frá Stjörnunni. Ágúst var á láni hjá Aftureldingu í 2. deildinni í sumar og skoraði 13 mörk í 20 leikjum. 

Ágúst er fyrsti leikmaðurinn sem ÍBV nælir sér í fyrir næstu leiktíð en mikilvægir leikmenn á borð við Hafstein Briem, Pablo Punyed, Jónas Þór Næs og Álvaro Montejo hafa yfirgefið félagið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert